138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:08]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Við erum að vissu leyti að þróa þennan lið, störf þingsins, áfram og það getur vel verið að hann sé ekki alveg fullþroskaður og fullmótaður. En ef sérstaklega á að skoða þennan lið þá tel ég líka að það eigi að skoða óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Mér telst svo til að á þessum örlagatímum í íslenskri pólitík var hæstv. forsætisráðherra til svara á föstudaginn en hvenær síðast? 3. desember á þessum örlagatímum í íslenskri pólitík var forsætisráðherra til andsvara í óundirbúnum fyrirspurnum, síðast í byrjun desember. Þess vegna tel ég líka að ef menn og forsætisnefnd eigi að endurskoða þennan lið eigi líka að endurskoða liðinn óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra með það að leiðarljósi að skikka ráðherra til að vera hér til að svara spurningu frá þingmönnum í salnum.