138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:21]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Þetta er alveg furðuleg umræða. Ég beindi máli mínu til hv. þingmanns sem er formaður fjárlaganefndar. Ástæða þess að ég gerði það var mjög skýr, ég vildi fá að vita afstöðu hans til ummæla og orða hæstv. fjármálaráðherra vegna þeirrar vinnu sem hann stýrði í þinginu sem formaður fjárlaganefndar í hinu risastóra Icesave-máli sem skipti svo miklu máli fyrir þing og þjóð. Ef það er talið óeðlilegt að þingmenn beini spurningu til formanns fjárlaganefndar um afstöðu og orð hæstv. fjármálaráðherra í jafnmikilvægu máli og þessu, í jafnmiklu grundvallaratriði og því hvort Alþingi Íslendinga hafi haft öll gögn sem lágu fyrir um þetta mikla mál, ef menn komast að þeirri niðurstöðu að það sé þinglega rangt, það sé verið að misnota einhvern lið, er það alveg furðulegt. (Forseti hringir.) Ég verð að segja eins og er, mér þykir framkvæmdarvaldið farið að færa sig örlítið upp á bekkinn í þinginu.