138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:22]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Frú forseti. Í hverri viku er að finna á vef Alþingis dagskrá fyrir vikuna þar sem fram kemur hvaða ráðherrar verða til andsvara á mánudögum annars vegar kl. 3 og á fimmtudögum hins vegar kl. hálfellefu. Hér fullyrti einn hv. þingmaður, Ragnheiður Elín Árnadóttir, að sú sem hér stendur hefði ekki verið til andsvara síðan 3. desember. (REÁ: Ég sagði nú fjármálaráðherra.) Hv. þingmaður sagði heilbrigðisráðherra. (EKG: Fjármálaráðherra.) Fjármálaráðherra, já, þá hefur mér misheyrst og ég biðst afsökunar á því. En ég vil taka fram að þann tíma sem ég hef verið ráðherra hef ég verið til andsvara á hverjum einasta mánudegi að undanteknum kannski einum sem ég hef verið upptekin við eitthvað annað. Ég hef ekki orðið vör við skortur á því að ráðherrar hafi almennt verið til andsvara. En eins og hæstv. fjármálaráðherra sagði beinast fyrirspurnir eðlilega helst að fjármálaráðherra og forsætisráðherra og síður til annarra ráðherra.

Ég vildi að þetta kæmi fram, frú forseti.