138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga.

[11:04]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fyrir svörin. Ég tel mjög mikilvægt að reikningsskilanefndin hefur þá lagt þær línur sem hann gat um. Reyndar tel ég að jafnvel þótt þessar færslur hafi ekki verið með þessum hætti í ársfjórðungsuppgjörum hefði engu að síður verið unnt að gera það í uppgjöri ársins 2009. Það hefði kannski verið aðeins meiri handavinna en það hefði átt að vera unnt að gera það. Við erum að fara inn í sveitarstjórnarkosningar í vor. Ég tel mikilvægt að kjósendur í sveitarstjórnarkosningunum hafi í höndum raunsanna mynd af stöðu sveitarfélags síns og viti hvert stefni, á hvaða leið sveitarfélagið sé. Slíkar grundvallarupplýsingar má að sjálfsögðu ekki fela fyrir kjósendum með einhvers konar bókhaldsbrellum. Þess vegna tel ég mikilvægt það sem hæstv. ráðherra sagði, að reikningsskilanefndin hefði ákveðið þetta en ég hefði gjarnan viljað sjá það gerast þegar um síðustu áramót. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)