138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:39]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil beina því til forseta hvort hann geti beitt sér fyrir því að þingmenn, stjórnarþingmenn, komi ekki hingað upp og tali með oflæti og yfirlæti um ræður annarra þingmanna. Ég hélt 20 mínútna ræðu og fór málefnalega í gegnum hvern einasta af þessum átta liðum sem frumvarpið fjallar um. Síðan dirfist hv. þm. Atli Gíslason að koma hingað upp og tala um málþóf. Þetta er skammarlegt og það er líka skammarlegt að gefa í skyn að hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir hafi verið að flytja einhverja málþófsræðu. Þetta er skammarlegt og ekki til sóma manni sem þykist í öðru orðinu kenna sig við málfrelsi og umburðarlyndi en vill í hinu orðinu þagga niður í fólki.