138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[16:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka margt af því sem ég hef sagt í dag. Við mörgu af því sem fram kom í máli þingmannsins hef ég brugðist í öðrum andmælum en hvað varðar fiskveiðiheimildirnar sem hurfu frá Flateyri við brotthvarf útvegsmannsins þar þá er það ekki rétt sem fram kom í máli þingmannsins að þrír fjórðu hlutar þeirra hefðu orðið eftir á svæðinu. Í fyrsta lagi var nánast ekki neitt eftir á Flateyri, heimildirnar bara hurfu. Flateyringar vinna núna keyptan fisk að mestu leyti og heimaaðilar fréttu svo seint af þessari fyrirhuguðu sölu að þeir gátu mjög seint brugðist við og náðu að ég held um helmingi veiðiheimildanna á víð og dreif um svæðið. Það voru um 1.500 tonn.

Þessu vildi ég koma á framfæri svo að það standi ekki skekkja eftir í málflutningnum.