138. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2010.

lágmarksbirgðir dýralyfja.

183. mál
[15:14]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Einari Kristni Guðfinnssyni fyrir þessa umræðu og ráðherra fyrir svörin. Varðandi þetta mál er meiri hluti lyfja fluttur inn á þessum undanþágum. Eins og kom fram í máli ráðherrans eru tiltölulega fá lyf með þetta markaðsleyfi og þá þarf samþykki fyrir þessum undanþágum sérstakrar lyfjanefndar sem er tímabundið fyrir hverja sendingu. Þess vegna getur verið seinlegt að fá þessi lyf sem ekki eru til í landinu. Við þekkjum dæmi um að við getum fengið varahluti utan úr heimi á tveimur dögum en þetta er allt miklu hægvirkara vegna umsókna og annars slíks. Ég hvet til þess að ferlið við að fá þessi lyf verði endurskoðað, því þessir sjúkdómar koma upp fyrirvaralítið og þá þarf að bregðast við þeim fljótt og á mjög öflugan hátt. Það væri eðlilegt að ráðherrann skoðaði með hvaða hætti þetta ferli er varðandi umsóknir um undanþágur og (Forseti hringir.) annað slíkt.