138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst kl. 11, að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um stöðu atvinnulausra. Málshefjandi er hv. þm. Margrét Tryggvadóttir. Félagsmálaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 13.30, að loknu hádegishléi, og er um gengistryggð lán. Málshefjandi er hv. þm. Eygló Harðardóttir. Efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, verður til andsvara.

Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.