138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

aðild að Evrópusambandinu.

[15:16]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir þetta svar. Það var ágætt sem hann sagði í sinni ræðu, að hér hafa skipast veður í lofti og staðan er breytt í þjóðfélaginu. Þess vegna er eðlilegt að menn hafi þetta alltaf í endurskoðun hverju sinni. Það er rétt sem hann sagði, auðvitað verður þingið að ákveða það og væri kannski skynsamlegast að fram kæmi þingsályktunartillaga um það. Þó að menn dragi í efa skoðanakannanir og annað slíkt er mjög mikilvægt að menn taki slíkt mál út af borðinu ef það er ekki vilji þjóðarinnar að fara í gríðarlega kostnaðarsamt aðildarferli. Þegar ljóst er að meiri hluti þjóðarinnar mun segja nei er mjög eðlilegt að hugsa um hvernig maður ver fjármunum ríkisins á hverjum tíma.