138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

197. mál
[17:51]
Horfa

Flm. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góðar undirtektir og brýningu til nefndarinnar. Ég held að hv. þingmaður hafi bætt við nýjum þætti í málið sem er í raun og veru hversu miklu flóknari viðfangsefnin eru í þrotum í mörgum tilfellum, sérstaklega í þessum stóru samsteypum, heldur en áður var og hv. þingmaður þekkir það auðvitað býsna vel með sína stærðfræðimenntun og yfirgripsmiklu reynslu og þekkingu á bæði efnahagsmálum og viðskiptamálum almennt. Ég ítreka þakkir til þingmannsins fyrir undirtektirnar.