138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

gjaldþrotaskipti o.fl.

197. mál
[17:54]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna eins og svo margir aðrir þessu frumvarpi og tel að það sé mjög miður að Alþingi skyldi ekki auðnast að samþykkja frumvarpið á síðasta löggjafarþingi. Ég vonast þó til að þetta verði eitt af mörgum þingmannamálum sem fara í gegn á yfirstandandi þingi. En ég er komin upp í ræðustól til að spyrja hv. þm. Helga Hjörvar hvers vegna gerð er tillaga um að tímamörkin verði fjögur ár en ekki sex og hvort hann hafi jafnvel íhugað að lengja tímamörkin tímabundið. Ég hef líka áhuga á að vita hvort skoðað hafi verið hver tímamörkin eða frestirnir á hinum Norðurlöndunum eru og hvort kannski sé betra að miða við löggjöf nágrannaríkja okkar hvað varðar þennan árafjölda.