138. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[13:32]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Um klukkan tvö í dag, að loknum liðnum um störf þingsins, fer fram umræða utan dagskrár um samskipti íslenskra stjórnvalda og erindreka við fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Málshefjandi er hv. þm. Bjarni Benediktsson. Utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.