138. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2010.

stjórnsýslubreytingar vegna mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu.

377. mál
[14:23]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Við skulum hafa eitt í huga, þingmenn sem tala, hér er verið að fara að þingvilja. Það virðist æðioft gleymast að hér er verið að fara að þingvilja. Meirihlutaviljinn getur verið hundfúll á tíðum, það getur vel verið svo. En það er verið að fara að þingvilja sem var kosið um fyrir allnokkrum vikum, (VigH: Með þumalskrúfum.) með engum þumalskrúfum, menn tóku bara einfalda ákvörðun um það hvert þeir vildu fara. Það er trúa mín að hér þurfi að hafa það eitt í huga að það fer betur á því á næstu vikum og mánuðum að tengjast með opnum huga því alþjóðaumhverfi sem er í kringum okkur. Við þurfum á samvinnu við aðrar þjóðir að halda sem aldrei fyrr, nú þegar við erum að reisa okkur upp úr öskustó íslensks efnahagslífs. Eða viljum við fremur loka okkur af og halda áfram feluleiknum þar sem gæðunum er skipt úr krepptum hnefa þeirrar útvöldu? (VigH: Hver er að tala um það?) Þið.