138. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2010.

rannsókn sérstaks saksóknara.

265. mál
[15:34]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Það er alltaf spurningin hvort fjármunir séu nægir. Fjárveitingar til embættisins voru stórauknar og var það gert á grundvelli beiðna frá embættinu sjálfu. Mér hafa ekki borist frekari beiðnir, en það má allt eins búast við því vegna þess að umfangið hefur stóraukist frá því sem menn sáu fyrir sér í upphafi, enda renndu menn blint í sjóinn með hvað væri í vændum. Ég hef hvatt hinn sérstaka saksóknara til að halda ráðuneytinu vel upplýstu um það hvort frekara fjármagn þurfi eða hvort eitthvað skorti á í aðbúnaði. Ég tel að það væri algjörlega óásættanlegt ef ráðuneyti stæði gegn slíku. Ég mundi umsvifalaust fara með slíka beiðni fyrir ríkisstjórn.