138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Tvær utandagskrárumræður fara fram í dag. Hin fyrri hefst kl. 11, að loknum dagskrárliðnum óundirbúinn fyrirspurnatími, og er um málefni Ríkisútvarpsins. Málshefjandi er hv. þm. Höskuldur Þórhallsson. Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. hálftvö, að loknu hádegishléi, og er um afskriftir og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og eigenda þeirra hjá fjármálastofnunum. Málshefjandi er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson. Efnahags- og viðskiptaráðherra Gylfi Magnússon verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 2. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.