138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.

[10:51]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki betur en að forveri hæstv. heilbrigðisráðherra hafi einmitt komið í veg fyrir að hægt væri að starfrækja verkefnið í samstarfi við opinbera aðila.

Það sem væri hins vegar áhugavert að heyra af eru áform hæstv. heilbrigðisráðherra um innflutning ríkisins á erlendum sjúklingum líkt og kemur fram á Eyjunni þann 18. febrúar þar sem hæstv. heilbrigðisráðherra segir það skjóta skökku við að opinbert félag, eins og hæstv. ráðherra kallar fyrirtæki sem er í einkaeigu, ætli í samkeppni við ríkið um þjónustu við erlenda sjúklinga.

Það væri áhugavert að heyra þessa skoðun hæstv. ráðherra og svo hvernig hann ætlar sér þá að nýta þessar tómu skurðstofur. Væri ekki lag að leigja þær einkaaðilum?