138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

nauðungarsala.

389. mál
[12:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það að við greiðum atkvæði um þetta mál núna er staðfesting á því að ríkisstjórninni hefur gersamlega mistekist að slá skjaldborg um heimilin eins og lofað var. Þetta er staðfesting á því að falleg auglýsing Samfylkingarinnar um velferðarbrúna var bara falleg auglýsing. Verkefnið núna er að nýta þennan tíma til þess að slá raunverulega skjaldborg um heimilin. Þrátt fyrir að forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar og allir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi lýst sig reiðubúna til að koma að því verkefni verður ríkisstjórnin, eðli málsins samkvæmt meðan hún er við völd, að leiða það starf. Virðulegi forseti. Ég hvet forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar til að gera það. Þessi staða er algjörlega óþolandi. Hún var það, er (Forseti hringir.) það og verður það.