138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

nauðungarsala.

389. mál
[12:49]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil aftur lýsa ánægju minni yfir því að þingheimur allur sé tilbúinn að afgreiða þetta mál svo fljótt sem auðið er. Þetta er eins og þetta er vegna þess að efnahagsástandið hér er því miður vægt til orða tekið vont, alslæmt. (PHB: Ríkisstjórnin líka.) [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (ÞBack): Gefið hv. þingmanni hljóð til að gera grein fyrir atkvæði sínu.)

Ég held að það sé alveg ljóst að við viljum öll heimilunum í landinu það besta sem hægt er. Það er ljóst að þau úrræði sem unnið hefur verið að hafa ekki dugað þannig að betur má ef duga skal. Ég treysti því að þingheimur standi saman um það og láti af útúrsnúningum.