138. löggjafarþing — 82. fundur,  25. feb. 2010.

afgerandi lagaleg sérstaða Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi.

383. mál
[16:37]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessar athugasemdir. Ég tel einmitt réttu nálgunina þá að við setjumst niður, ræðum um þetta, förum í gegnum málið og finnum saman bestu leiðirnar. Ég held að það sé alveg klárt. Við erum sammála um markmiðið, að við ætlum að vera hér fremst hvað varðar tjáningarfrelsi og mannréttindi almennt. Ég tek gjarnan undir það.

Svo verða örugglega einhver ásteytingaratriði þar sem við munum þurfa að miðla málum. Ég er svo sannarlega tilbúin að setjast niður og hlakka bara til þess.