138. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2010.

spilavíti.

[15:21]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Ég ætla að nota tækifærið og bæta við fyrra svar mitt, vegna þess að það eru líka í undirbúningi lagabreytingar þess efnis sem gera það kleift að takmarka með skilvirkum hætti veðmál og happdrættisstarfsemi á netinu. Það er svolítið erfitt að gera það en þetta er viðfangsefni sem er líka til umfjöllunar í nágrannalöndum okkar sem hafa svipaðan hátt á og við hvað varðar löggjöf um happdrætti. Það er því spurning um hvort hægt sé að takmarka með einhverjum hætti þá viðbótar- eða stuðningsþjónustu sem gerir fólki þá kleift að fara inn á netið og spila í happdrætti. Þetta er dálítið snúið en er til athugunar.