138. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2010.

mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

287. mál
[18:37]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir að hv. þm. Illugi Gunnarsson gaf skýrt svar að ég held um stuðning við þingsályktunartillöguna. Hann hefur mun meiri reynslu af fjármálum en ég og um starfsemi sjóða og banka, þó að sú reynsla hafi kannski ekki verið farsæl að öllu leyti. En ég er þakklátur fyrir þetta tiltölulega einfalda svar vegna þess að mér finnst svolítið um það að við sem hér sitjum eða við sem hér tölum gerum dálítið af því að flækja mál í staðinn fyrir að reyna að hafa yfirsýn okkar yfir mál úthugsaða og þar með skýra. En ég þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör.