138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[14:37]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vildi bara ljúka því sem ég nefndi áðan, hlutafélagaskrá getur boðið þeim að viðlagðri ákveðinni dagsekt eða vikusekt að inna skylduverk af hendi. Og með því að við setjum þetta inn í lögin er þetta náttúrlega eitt af þeim skylduverkum sem þeir eiga að sinna og sjá til þess að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%.

Varðandi það sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í svari sínu verð ég að segja að það er náttúrlega áhugavert að fá að heyra að við megum þá setja lög um eitt en ekki annað. Við eigum að hvetja stundum en í öðrum tilvikum eigum við sem sagt að geta sett lög.

Ég held að við framsóknarmenn séum bara mjög sáttir við að vera ósammála fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um þetta mál vegna þess að við teljum fullreynt að hvetja bara. Þegar menn hafa hvatt atvinnulífið (Forseti hringir.) hefur það ekki skilað árangri. Þess vegna er þetta sett í lög, (Forseti hringir.) atvinnulífið hefur ákveðinn aðlögunartíma. Þegar hann er liðinn er þetta (Forseti hringir.) orðið lög og þá á það að fara eftir þeim.