138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:46]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svör hans og ég þakka honum kærlega fyrir að hafa komið hingað í þingsal. Eftir að hafa hlustað á ráðherrann og svör hans held ég að nú sé ósköp lítið eftir af rökum Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Það er alla vega einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins á mælendaskrá, hún verður kannski að reyna að bjarga málum fyrir flokkinn, en að mínu mati er ósköp lítið sem stendur eftir. Kannski er kominn tími til að flokkurinn taki hv. þm. Birki Jón Jónsson á orðinu og endurskoði stefnu sína í þessu máli. Ég held að það sé eitthvað sem þau ættu alvarlega að íhuga.