138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[17:06]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég frábið mér það sem kom fram hér hjá hv. þingmanni, að það sé verið að gera lítið úr árangri Vigdísar Finnbogadóttur og hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur. Það hefur bara enginn gert það, a.m.k. ekki sú er hér stendur. Alls ekki.

Hins vegar skiptir kynferði máli, því miður. Því miður. Við sjáum það á öllum tölum. Af hverju eru konurnar svona fáar í stjórnum fyrirtækja? Af hverju? Af hverju eru karlarnir svona margir? Það er af því að kynferðið skiptir því miður máli. Þetta þarf að laga, því miður. Til þess er til tæki sem er hægt að nota sem heitir kvóti. Þegar við erum búin að bíða svona lengi eftir að hlutirnir lagist og þeir gera það ekki, þeir eru að fara í öfuga átt, grípum við til þessa tækis. Auðvitað erum við ekki öll að hugsa um það dagsdaglega: Hér er ég, kona, og stend og er að tala í ræðustól þingsins. Hvers lags er þetta? Við viljum laga þetta kynjahlutfall. Við höfum tæki til þess og við eigum að nota það. (Forseti hringir.)