138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[17:13]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna og viðbrögð hans við svörum mínum. Ég kem náttúrlega bara til dyranna eins og ég er klædd og svara samkvæmt samvisku minni. Og hún er þessi. Ég er hér, stend í ræðustóli Alþingis og tala fyrir því að þessi lög verði ekki sett. Þar af leiðandi mun ég halda áfram að vera þeirrar skoðunar og ég sé ekki fram á að það muni breytast. Í mínum huga er þetta grundvallaratriði. Þetta mætti heimfæra á ansi marga aðra staði sem ég ætla ekki að fara út í hér, en mér finnst mjög skrýtið ef menn ætla að fara út í þessa umræðu og einblína bara á stjórnir fyrirtækja.