138. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2010.

einkaréttur á póstþjónustu.

346. mál
[14:51]
Horfa

Arna Lára Jónsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að taka undir orð hæstv. samgönguráðherra Kristjáns L. Möllers af því að ég held að við höfum ekki markaðslegar forsendur til að fara í samkeppnisrekstur á póstþjónustu. Við þekkjum dæmi eins og hv. þm. Þorgerður K. Gunnarsdóttir kom inn á varðandi fjarskiptin og það hefur að mínu mati algerlega brugðist. Við þekkjum það varðandi gagnaflutninga en mjög gott dæmi er frá mínu svæði á Vestfjörðum þar sem þetta hefur algerlega brugðist. Míla hefur ekki staðið við sitt þrátt fyrir að hafa átt að gera það.

Ég tel að einkaaðilar geti ekki sinnt stefnu stjórnvalda um alþjónustu. Það sem við stöndum frammi fyrir núna er að íbúar sumra landshluta borga sama verð fyrir minni þjónustu og við ættum að láta okkur það að kenningu verða áður en við förum út í annan einkarekstur á grunnþjónustu landsmanna.