138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

undirbúningur og kynning þjóðaratkvæðagreiðslu.

[10:45]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Ég held að við gerum réttast í því að treysta á það fólk sem við fólum það ábyrgðarmikla hlutverk að vera samninganefnd fyrir okkur, Lee Buchheit og þann góða hóp sem með honum hefur verið að vinna, að meta það hvernig þeir ná bestum árangri til að ganga eins vel frá málinu og hægt er á lokasprettinum. Ef ekki með fullburða samkomulagi þá a.m.k. að því sé á einhvern hátt pakkað þannig inn að við vitum eitthvað um hvar við stöndum bak kosningunum. Það held ég að sé eðlilegast þannig að ég mun ekki kalla samninganefndina heim meðan hún sjálf telur ástæðu til að vinna áfram að málinu.

Ég geri ráð fyrir því að stjórnarandstaðan, sem átti sinn þátt í því að velja ekki síst formann samninganefndarinnar, beri enn fullt traust til hans og nefndarinnar.