138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:13]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Jafnréttisbaráttan snerist upphaflega um að kynferði ætti ekki að skipta máli. Í þessum lögum er búið að snúa þessu á haus og gera kynferði að aðalatriði. Setning laga sem þessara sem fela í sér kynjakvóta sendir röng skilaboð til kvenna sem vilja ná árangri í viðskiptalífinu. Konur vilja ekki og þurfa ekki meðgjöf í viðskiptalífinu. Ég mun greiða atkvæði gegn þessari breytingartillögu og ég mun sitja hjá þegar kemur að frumvarpinu í heild.