138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Flest stærri fyrirtæki landsins eru í eigu ríkisins sem stendur. Þetta frumvarp mun aðallega eiga við þau og því miður hefur það gerst að þátttaka kvenna í stjórnum hefur farið stórlega minnkandi eftir að núverandi hæstv. ríkisstjórn tók til starfa. Þetta eru fyrirtæki sem hún á. Ég ræddi mikið í þessari umræðu um að það er eitthvað að í þjóðfélaginu, en menn ætla ekki að kanna hvað er að, menn ætla að breyta því með lögum. Þegar maður er veikur og með hita, breyta þeir hitamælinum. En þeir finna ekki hvers vegna þátttaka kvenna er svona lítil í atvinnulífinu. Ég vil endilega að menn skoði það. Þess vegna segi ég nei við þessari breytingartillögu en mun sitja hjá við frumvarpið af því það er ýmislegt gott í því líka.