138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég benti á það í umræðunni að eins og þessi breytingartillaga er orðuð getur hún verið hættuleg. Ef menn setja efni hennar inn í texta laganna gætu þeir ályktað sem svo að þetta gildi ekki fyrir opinber fyrirtæki en önnur hlutafélög öllsömul, án fyrirvara, án þess að það séu 50 manns eða fleiri. Ég benti á þetta í umræðunni og það var ekki farið eftir því. Þá varaði ég við því að menn væru hugsanlega að gera eitthvað sem þyrfti að leiðrétta strax mjög fljótlega. En þetta er dæmi um hroðvirknisleg vinnubrögð á Alþingi sem allt of oft leiða til þess að menn þurfa að endurskoða lögin. Ég skora á alþingismenn að hafa meira gæðaeftirlit með lagasetningu. Ég segi nei.