138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:19]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Frú forseti. Mér finnst ástæða til að útskýra breytingartillöguna fyrir þingheimi og hvers vegna hennar er þörf. Í frumvarpinu er kveðið á um að hlutfall hvors kyns í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga með fleiri en 50 starfsmenn skuli ekki vera lægra en 40% í loks árs 2013.

Í 15. gr laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna leggur greinin þessa skyldu á öll opinber hlutafélög en ekki aðeins þau sem eru með fleiri en 50 starfsmenn. Markmið kynjakvótans í því frumvarpi sem við erum að fara að samþykkja á eftir er ekki að takmarka þetta ákvæði í jafnréttislögum og því er breytingartillagan nauðsynleg.