138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

frumvarp um stjórn fiskveiða.

[16:23]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Er ekki of mikið sagt að enginn sé að kalla eftir þessu skötuselsfrumvarpi? Síðari tilraunin sem ríkisstjórnin gerði til að ná sátt í því máli var rædd við forustu Samtaka atvinnulífsins sem tók því ekkert fjarri að þar gæti verið lagður fram sáttagrundvöllur um að lögfesta þessi ákvæði í frumvarpinu um skötuselinn en þau tækju ekki gildi fyrr en á næsta fiskveiðiári. Sú tillaga var borin undir, að mér skildist, 15 manna stjórn hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna og allir sögðu nei. Viðleitni þessara aðila til að ná sátt við ríkisstjórnina og þá aðila sem bera málið fram hefur nákvæmlega engin verið. Meðan málið er í þeirri stöðu er ekki von að við náum neinum árangri í þessu máli.

(Forseti hringir.) Ég veit að SA hefur lagt mikið á sig til að ná sátt í þessu máli, þau vildu horfa á þessa tillögu, en því miður lagðist Landssamband íslenskra útvegsmanna gegn henni. Ég ítreka að það er opin sáttaleið ef menn finna annan sáttagrundvöll til að fara yfir.