138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

fyrirkomulag óundirbúinna fyrirspurna.

[16:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil bara taka það fram að þær tíu mínútur sem ég gegndi stöðu formanns Framsóknarflokksins voru einhverjar þær friðsömustu tíu mínútur [Hlátur í þingsal.] í sögu míns ágæta flokks. Ég vil koma inn á (Gripið fram í.) það sem við ræðum hér vegna þess að umfjöllunarefnið er mjög mikilvægt. Bæði hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra kvörtuðu undan stuttum tíma til þess að svara þeim spurningum sem að þeim var beint.

Við höfum reynt að spyrja hvaða ráðherra sem er, en það verður bara að segjast eins og er að helmingur þeirra er oft ekki til staðar. Við stjórnarandstæðingar erum oft að brenna inni með spurningar sem við viljum fá skýr svör við og málefnalega umræðum. En það bar svo við áðan að ég, hv. óbreyttur þingmaður Framsóknarflokksins, fékk á mig spurningu frá hæstv. fjármálaráðherra um leið og hann (Forseti hringir.) gekk úr pontu. Ef það er vilji til að breyta þessu, breytum þessu. Ég held að það sé niðurstaða þessarar umræðu.