138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

skipulagslög.

425. mál
[17:05]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur svarið. Ég vona svo sannarlega að þær samræður sem hún hefur átt við sveitarstjórnarmenn leiði til þess að það verði sátt um þessa grein og að Alþingi Íslendinga geti leitt í lög, ekki bara nýtt frumvarp til skipulagslaga heldur líka með landsskipulagsstefnunni og öllum þeim öðrum umbótum og úrbótum sem finna má í þessu frumvarpi. Ekki mun standa á hv. umhverfisnefnd að klára þann hluta málsins, frú forseti.