138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

Afbrigði um dagskrármál.

[13:34]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég segi já við þessari beiðni um að veita afbrigði. Hins vegar verð ég að gera athugasemd við að mál sem er fyrir löngu vitað að þyrfti að leggja fyrir Alþingi skuli koma fram með svona stuttum fyrirvara. Þetta er ekki eitthvað sem datt af himnum ofan í gærkvöldi. Þetta var vitað fyrir löngu og mér fannst athugunarvert að menn skuli vinna svona hroðvirknislega. Það hefur svo sem einkennt störfin alveg frá því að núverandi hæstv. ríkisstjórn tók við völdum að allt er unnið með óþarflega miklum hraða og ég geri athugasemd við það, en styð það að sjálfsögðu að veita afbrigðin.