138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:19]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem kemur líka fram í kostnaðarumsögn fjármálaráðuneytisins er að við teljum að unnt sé að lækka þennan kostnað verulega með því að samnýta aðstöðu með Póst- og fjarskiptastofnun. Við teljum að við getum náð kostnaðinum verulega niður. Það liggur fyrir að ekki verða margir starfsmenn á þessari stofu. (Gripið fram í.) Þó að umfang starfseminnar sé auðvitað umtalsvert teljum við þetta hægt. Við teljum að við getum náð þessum kostnaði verulega niður með þessari samnýtingu á aðstöðu og búnaði með Póst- og fjarskiptastofnun.