138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:27]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég verð að taka fram að ég skil þörf manna fyrir þetta, þ.e. skil af hverju þetta kemur þarna inn. Athugasemdakerfin í dag eru ákveðinn vettvangur fyrir reiði og „frústrasjón“ sem er kannski frekar spegill á ákveðið ástand sem við búum við. Ég velti fyrir mér hvort við verðum ekki að hafa þennan vettvang. Ef hann er ekki til staðar, hvert fer þá reiðin? Þetta eru kannski ekki alveg fullmótaðar hugsanir hjá mér en það er viss þöggun sem felst í að banna þetta eða koma ábyrgðinni yfir á þriðja aðila.