138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:50]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég óska líka eftir því að vera sett á mælendaskrá því það er svo margt sem mér liggur á hjarta undir ræðu hv. þingmanns þar sem hún tæpti á ýmsum atriðum sem ég tel fulla ástæðu til að fara aðeins nánar yfir á eftir og mun ég gera það.

Ég vil nýta andsvarið til að hvetja menntamálanefnd endilega til nýyrðasmíðar í ljósi orða hv. þingmanns um orðið viðskiptaorðsendingu, sem og fjölmiðlaþjónustuveitandi og ég nefni annað orð sem er dálítið skemmtilegt nýyrði sem er aðgangskassi. En ég mun geyma aðrar athugasemdir til ræðu minnar á eftir.