138. löggjafarþing — 89. fundur,  9. mars 2010.

tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur.

450. mál
[17:52]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 782. Efnahags- og skattanefnd hefur fjallað um viðkomandi mál á fundi sínum í dag og fengið fulltrúa úr fjármálaráðuneyti og frá tollstjóra til fundar við sig. Málið varðar gjalddaga á aðflutningsgjöldum, vörugjöldum og virðisaukaskatti en þeim var fjölgað í þrjá með lögum nr. 17/2009 í framhaldi af tillögum frá Samtökum atvinnulífsins um ýmsar aðgerðir sem að gagni mættu koma við þær aðstæður sem við búum við.

Hér er í rauninni verið að framlengja að hluta þær ráðstafanir eða skapa aðlögun fyrir fyrirtækin með því að hafa tvo gjalddaga á tveimur greiðslutímabilum þessa árs, fyrir janúar og febrúar annars vegar og mars og apríl hins vegar þannig að það verði 15. mars og 15. apríl, 15. maí og 15. júní í stað þess að um einn gjalddaga væri að ræða.

Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt.