138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

álverið í Straumsvík.

[15:37]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður stendur hér og reynir að telja mönnum trú um að hægt sé að fjármagna tuga milljarða verkefni í orkugeiranum bara eins og hendi sé veifað. Það er auðvitað ekki svo. Lífeyrissjóðirnir … (Gripið fram í.) — Virðulegi forseti. Ef hv. þingmaður leyfir mér einu sinni að tala þegar ég á í samtali við hann hér. Hv. þingmaður ætti að vita að bara síðast nú fyrir helgi kom neikvætt svar frá einum af stærstu lífeyrissjóðum landsins um fjármögnun og lánsfé til eins af orkufyrirtækjunum hér, þ.e. Orkuveitu Reykjavíkur. Lífið er því ekki bara svart/hvítt eins og hv. þingmaður reynir að mála hér upp. Það er einfaldlega ekki þannig. Við í ríkisstjórninni erum á fullu í því, (JónG: Nei.) að skapa aðstæður þannig að orkuframkvæmdir geti farið á stað en það er vissulega þungt þegar við höfum lent í áfalli eins og því sem við lentum í í október 2008. (Forseti hringir.) Við erum enn að glíma við afleiðingar þess. Ég er þó bjartsýn á að Búðarhálsframkvæmdin verði fullfjármögnuð innan tíðar og bendir allt til þess. Þess vegna skiptir máli að menn fari strax í þessi 3% sem hv. þingmaður gerir svo lítið úr, (Forseti hringir.) til að halda áætlun þrátt fyrir þessa hnökra.