138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

446. mál
[16:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég taldi mig hafa farið inn á þennan lið sérstaklega og sagði að hv. efnahags- og skattanefnd þyrfti að ræða kosti og galla þess að veita þetta vaxtalaust, einmitt til að það skekki ekki samkeppni. Ég held að menn þurfi að gæta sín mjög vel hvað það varðar að fyrirtæki, eins og hv. þm. Birkir Jón Jónsson var að benda á áðan, gera tilboð í vegagerð og annað slíkt langt undir öðrum vegna þess að þau hafa notið forgangs. Þau hafa jafnvel fengið niðurfelldar skuldir hjá bönkunum sínum, þau eru jafnvel í eigu bankanna sem er enn þá verra. Þau hafa mjög sterkan bakhjarl og þetta er ekki bara í vegagerð, þetta er úti um allt atvinnulífið sem menn eru í vonlausri samkeppni við aðila sem njóta lágra vaxta, jafnvel afskrifta, og njóta mjög sterks bakhjarls í samkeppninni. Við þurfum því virkilega að skoða hvort ekki eigi að hafa á þessu markaðsvexti eins og ég nefndi í ræðu minni.