138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri.

446. mál
[16:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki nema ég eigi bara að biðja hv. þingmann að taka mig á námskeið og kenna mér hinn rétta tón (TÞH: Birkir Jón …) og hið rétta skapferli þegar maður á í orðaskiptum í þinginu. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður er ákaflega óspar á einkunnagjöf og það hlýtur að vera vegna þess að hann er sérfræðingur á þessu sviði, kann þetta og getur leiðbeint okkur hinum þannig að ég er að hugsa um að fá námskeið hjá hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni, geðprýðis- og glaðværðarnámskeið sem hv. þingmaður mundi þá bjóða upp á.