138. löggjafarþing — 95. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[13:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég átti ekki við beinu áhrifin af þessu á þessi 5.000 manns. Ég átti við félagsleg áhrif á alla hina 170.000 Íslendingana á vinnumarkaðnum sem hafa þurft að sæta launaskerðingu, atvinnumissi o.s.frv. og þurft á sama tíma að horfa upp á að einhverjir nýta verkfallsréttinn, þennan heilagasta rétt, til að knýja fram ótrúlegar launahækkanir í augum þessa fólks sem sumt hvert er með mjög lág laun.