138. löggjafarþing — 95. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[13:30]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er að sjálfsögðu undir launamönnum í öðrum stéttarfélögum komið hvað þeir gera. Það er yfirlýst stefna að hér ríki stöðugleiki og það er í gangi stöðugleikasáttmáli. Ég hef í sjálfu sér alltaf efasemdir um sáttmála sem þennan því að við skulum ekki gleyma hvar slíkir stöðugleikasáttmálar eiga uppruna sinn. Menn geta flett í sögunni og farið aftur til Ítalíu á 2. og 3. áratug síðustu aldar. Þar voru stöðugleikasáttmálarnir grundvöllurinn að því sem síðar gerðist.