138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við stöndum frammi fyrir ansi merkilegu máli. Það lætur lítið yfir sér en eins og einn hv. þingmaður orðaði það áðan er þetta lítil þúfa sem getur velt þungu hlassi eins og við heyrðum hjá hv. varaformanni sjávarútvegsnefndar. (Gripið fram í.)

Það er merkilegt að vita til þess að flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd og heldur því fram að eitt aðalmál sitt sé að standa vörð um umhverfið skuli standa að því að fara 80% fram úr ráðleggingum fiskifræðinga um hámarksafla á skötusel. Það sýnir allt sem sýna þarf. Það sker í sundur melónuna og sýnir að hún er græn að utan en rauð að innan.