138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:27]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og fram kom í máli hv. þingmanns er verið að laga aðeins til og það er auðvitað vel að svo skuli vera gert, enda ekki seinna vænna við atkvæðagreiðslu milli 2. og 3. umr. Hér er sem sagt verið að gera Sunnlendingum kleift að sækja í þann sama pott sem aðrir áttu ekki möguleika á áður. Þá er kannski merkilegt að velta því fyrir sér af hverju frumvarpið varð til með þeim hætti að útiloka átti þá sem höfðu aflaheimildir í skötusel áður.

Ég gleðst auðvitað yfir því að meiri hlutinn skuli hafa séð að sér og tekið þetta til skoðunar og tek undir með hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni að ef við mundum tala um þetta í viku enn mundum við sjálfsagt vísa þessu máli frá í heild sinni.