138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

framhaldsfræðsla.

233. mál
[18:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Nú er verið að staðfesta með lögum fimmtu stoðina undir skólakerfi Íslendinga og þar með hefur verið lagður grunnur að fljótandi skilum og brú á milli hins óformlega skólakerfis og þess formlega. Þetta eru gleðileg tímamót. Lögunum er m.a. ætlað að leiða til hærra menntunarstigs og stuðla að vellíðan þeirra Íslendinga sem nýta sér raunfærnimat, ráðgjöf og fræðslu. Ég segi já.