138. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2010.

álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

417. mál
[18:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég endurtek kannski eitthvað af því sem hæstv. utanríkisráðherra sagði en hann gerði utanríkismálanefnd grein fyrir aðalatriðum í þessari skýrslu sem mér finnst að fólk þurfi að athuga, hv. þingmenn sem aðrir, að þetta er skýrsla framkvæmdastjórnarinnar til landa Evrópusambandsins út af því að nú erum við að byrja við þá samningaviðræður. Í þessari skýrslu mæla þeir með, já, að hefja samningaviðræður og byggja það á því sem þar stendur, sem eru upplýsingar sem hafa verið sendar héðan. Þetta er því ekkert annað en skýring og mynd af íslensku stjórnkerfi og þjóðfélagi eins og það er í dag. Ég sé því ekki að það þurfi einhverja sérstaka ástæðu til að kynna það sérstaklega fyrir þingheimi. Honum ætti að vera hún kunn.