138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

tilhögun þingfundar og tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að gera má ráð fyrir atkvæðagreiðslum í dag þegar umræðu um 12. dagskrármálið er lokið og svo nýjum fundi.

Um kl. 1.30, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um skuldavanda ungs barnafólks. Málshefjandi er hv. þm. Höskuldur Þórhallsson. Félags- og tryggingamálaráðherra Árni Páll Árnason verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.