138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

hjúkrunarrými á Ísafirði.

[10:44]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F):

Frú forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu að því gefnu að ég hafi skilið hana rétt. Ég skildi hana þannig að ráðist yrði í uppbyggingu á hjúkrunarrýmum á Ísafirði á næsta ári. Nú hef ég þögn á eftir þessu svo hæstv. ráðherra geti íhugað hvort þetta sé ekki örugglega það sem hann sagði. Hann getur þá staðfest það í svari sínu á eftir.

Það yrðu auðvitað góð tíðindi fyrir Ísafjarðarbæ. Á fundi með hæstv. ráðherra í nóvember lögðu fulltrúar frá Ísafjarðarbæ áherslu á að uppbygging hjúkrunarrýma á Ísafirði yrði alla vega í næsta áfanga uppbyggingar sem færi fram á hjúkrunarrými á Íslandi og ef ég skil orð hæstv. ráðherra rétt er það svo að ráðist verður í byggingu hjúkrunarrýma á næsta ári. Gott.